Ómar vann Stóru upplestrarkeppni

Til hamingju með þennan sigur !

Röddin
 
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk var haldin á Kirkjubæjarklaustri í gær. Þar tóku þátt 14 nemendur frá Grunnskóla Vestmannaeyja, Víkurskóla, Kirkjubæjarskóla, Hvolsskóla, Grunnskólanum á Hellu og Laugalandi. Fulltrúar okkar voru Ómar Azfar Valgerðarson Chattha og Mikael Máni Leifsson og stóðu sig vel. Við erum einstaklega stolt af árangri okkar fulltrúa en Ómar Azfar sigraði keppnina. Í 2. sæti lenti Helga Fjóla Erlendsdóttir Laugalandsskóla og í 3. sæti var Íris Anna Orradóttir úr Víkurskóla.