Öskudagur 2024

Liðin vika var heldur betur viðburðarrík.

Á mánudag var bolludagur en þá komu nemendur með gómsætar bollur með sér í skólann. Þann daginn voru að sjálfsögðu fiskibollur í matinn í skólanum svo öll vorum við stútfull af bollum að skóla loknum.

Á þriðjudag var sprengidagur og tóku nemendur vel til matar síns í hádeginu þar sem var boðið upp á saltkjöt og baunir, uppstúf og kartöflur.

Á miðvikudag var svo öskudagur. Það er alltaf jafn gaman að sjá gleðina í augum nemenda og starfsfólks þegar það mætir stórkostlegum og skrautlegum búningum. Það er óhætt að segja að það hafi verið líf og fjör hjá okkur þann daginn.  Börnin slógu köttinn úr tunnunni, dönsuðu og sprelluðu. Myndirnar tala sínu máli :)