Risaeðlur í 3. bekk

Síðustu vikur hafa nemendur 3. bekkjar verið að kynnast risaeðlum út frá ýmsum hliðum í gegnum nokkrar námsgreinar. Þeir hafa t.d. komist að því að þær verptu eggjum, sumar voru jurtaætur og aðrar kjötætur. Í gegnum stærðfræði uppgötvuðu þau m.a. að það þyrftu 24 fætur barna í 3.b. til að þekja eitt fótspor þórseðlubróðurs, sem var ein af stóru jurtaætunum. Verkefnin voru sett í risaeðlubók sem má sjá á mynd með þessari frétt. Nemendur sýndu verkefninu mikinn áhuga og gleði.