Samstarf Grunnskólans á Hellu við Hótel Rangá heldur áfram

Harpa Jónsdóttir kom færandi hendi frá Hótel Rangá.
Eins og áður hefur komið fram erum við í samvinnu við hótelið um að sauma jólapoka úr gömlum sængurfötum og fáum áhöld og tæki til textílkennslu frá þeim í staðinn. Í ár fengum við saumavél, straubretti og straujárn.
Þökkum við Hótel Rangá fyrir þetta góða samstarf.