Sigurvegarar í Sögum hjá Krakkarúv

Verðlaunahafar ásamt leikurum.
Verðlaunahafar ásamt leikurum.

Á degi íslenskrar tungu var sett upp tvö leikrit í Borgarleikhúsinu í tengslum við Sögur á Krakkarúv, samstarfsverkefni margra stofnanna sem allar vinna að barnamenningu og sköpun. Krakkar senda inn sögur í formi smásagna, laga og texta, stuttmyndahandrits eða leikrits.

Í þetta sinn voru bæði leikritin sem stóðu uppi sem sigurvegarar frá nemendum Grunnskólans á Hellu. Fyrra leikritið, Leyndardómur jarðarberjanna var skrifað af Sesari Ólaf úr 2. bekk og Sunnu Stellu úr 6. bekk  og seinna leikritið var Dularfulla húsið sem var skrifað af bekkjarsystrunum Karitas Rós og Emilíu Sif úr 6. bekk.

Bæði leikritin voru stórglæsileg á sviði og erum við virkilega stolt af þeim öllum!