Símareglur

Eins og flestir vita varð Grunnskólinn Hellu símalaus skóli þann 15. janúar 2024 og hefur það gengið ágætlega. Starfsfólk er sammála um að nemendur eigi í meiri samskiptum en áður og það er án efa mun meira líf og fjör á göngum skólans.

Símareglurnar hafa nú verið uppfærðar, en sú breyting hefur verið gerð að komi nemendur með síma sína í skólann skulu þeir geyma þá í þar til gerðum símakössum á skrifstofu skólans. Það er afar mikilvægt að foreldrar aðstoði skólann við að framfylgja reglunum og eigi samtal við sín börn um þessi mál.

Hér má sjá símareglurnar