Skemmtileg heimsókn

Í gær fimmtudaginn 13. nóvember kom Gunnar Helgason í heimsókn og kynnti fyrir nemendnum 2. - 8. bekkjar nýjustu bók sína Birtingur og símabannið mikla. Hann byrjaði á að segja aðeins frá bókinni og sögupersónum, sýndi okkur myndir og las að lokum smá brot sem vakti mikla lukku. Það er strax kominn biðlisti eftir bókinni á bókasafni skólans og væntanlega er hún komin á óskalista einhverra nemenda fyrir jólin.

Takk fyrir skemmtilega heimsókn Gunnar Helgason.

Hér má sjá nokkrar myndir frá heimskóninni.