Nú er fjölbreytt og skemmtileg vika að baki í skólanum okkar. Allir bekkir eru búnir að fara í frábærar haustferðir þar sem veðrið lék við fólk og ekki annað að sjá og heyra en að allir hafi haft gagn og gaman af.
Í dag héldum við upp á dag íslenskrar náttúru sem er dagsettur 16. september ár hvert. Vinabekkirnir (1. og 6. bekkur, 2. og 7. bekkur o.s.frv.) fóru saman út og leystu verkefni sem gekk út á að finna hlut í náttúrunni sem byrjaði á hverjum staf í stafrófinu, t.d. g sem gat þá verið gras, r sem gat verið reynitré o.s.frv. Enn og aftur lék veðrið við okkur og áttu vinabekkirnir saman góða stund þar sem þeir eldri gátu m.a. hjálpað þeim yngri.
Nýbyggingin er alltaf að taka á sig betri og betri mynd. Nú hafa líka verið að koma inn ný húsgögn og gaman að sjá hvað skólinn okkar er smátt og smátt að breytast til betri vegar. Leiksvæðið er enn í vinnslu. Það væsir þó ekkert um börnin í frímínútum og nóg að gera.
Já, það eru spennandi tímar framundan í leik og starfi.
Njótið helgarinnar!
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað