Skemmtilegar heimsóknir

Mánudaginn 3. október var nóg um að vera hjá mörgum nemendum skólans en fyrir hádegi bauð Sinfóníuhljómsveit Suðurlands nokkrum bekkjum frá Helluskóla og Laugalandsskóla á tónleika. Þar fengu nemendur kynningu á hljóðfærum hljómsveitarinnar ásamt því að tónverk við söguna ,,Stúlkan í turninum" eftir Jónas Hallgrímsson var flutt og sagan lesin um leið. Eftir hádegi komu síðan þau Kristín Ragna og Sverri Norland í heimsókn þar sem þau kynntu sig og fóru sem skemmtilega leið að því að semja ævintýri með stórum hluta nemenda skólans.