Skólahald bannað frá miðnætti

Kæru foreldrar og forráðamenn.

Í ljósi fréttamannafundar ríkisstjórnarinnar klukkan 15:00 í dag, 24. mars er ljóst að allir grunnskólanemendur landsins eru komnir í páskafrí. 
Við ætluðum að vera með sýningu á atriðunum sem krakkarnir æfðu og tóku upp í síðustu viku á morgun auk þess sem halda átti árshátíð elsta stigs annað kvöld! Það er auðvitað sárt fyrir alla að missa af þessu í bili, sjáum til hvort við getum bætt okkur það upp eftir páska.

Þar sem þetta bar mjög brátt að tókst okkur ekki að koma öllum útfötum og/eða námsgögnum á nemendur og bjóðum við ykkur því að koma í skólann og sækja það sem vantar. Mikilvægt er að hringja í skólann áður, s. 488-7020 til að láta vita hvað vantar og hvar við afhendum það. Einungis stjórnendur og húsvörður verða á staðnum. 

Ný reglugerð mun kveða á um hvernig skólastarfi verður háttað frá 6. apríl nk. og verður inntak hennar kynnt þegar nær dregur.