Í dag mun Grunnskólinn á Hellu taka þátt í undankeppni fyrir Skólahreysti. Pöntuð hefur verið rúta fyrir nemendur í 7.-10. bekk og fer hún af stað klukkan 14:00 frá skólanum. Húsið opnar klukkan 16, keppni hefst í beinni útsendingu klukkan 17:00 og er áætlað að ljúki klukkan 18:00. Áætluð heimkoma er því um 19:30.
Litur Helluskóla er rauður að þessu sinni og hvetjum við því nemendur til að mæta í einhverju rauðu til hvatningar. Morgundagurinn er merktur sem skertur dagur inn á skóladagatali en það þýðir að kennslu muni ljúka klukkan 12:00 hjá nemendum elsta stigs svo þeir hafi tíma til að græja sig fyrir keppnina. Boðið verður upp á rauða andlitsmálningu hér í skólanum fyrir þau sem það vilja en ef einhver vill spreyja á sér hárið eða fá einhverja greiðslu verður viðkomandi að skaffa það sem þarf sjálfur. Engin sjoppa eða veitingasala er á staðnum og því væri æskilegt að nemendur hafi með sér eitthvað í gogginn yfir daginn. Skólabílar aka heim á hefðbundnum tíma klukkan 15:00 og þeir munu ekki aka heim þegar rútan kemur til baka að keppni lokinni.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað