Stóra upplestrarkeppnin

Þann 30. apríl síðastliðinn var Stóra upplestrarkeppnin haldin í Safnaðarheimilinu hér á Hellu. Við í Grunnskólanum Hellu héldum utan um skipulagningu keppninnar þetta árið sem var hin glæsilegasta. Fyrir hönd Helluskóla kepptu þau Hafdís Laufey Ómarsdóttir og Jón Elli Bjarkason og varamaður var Björgvin Geir Sigurðarson. Stóðu þau sig öll með sóma og hreppti Hafdís Laufey 3. sætið.

Að keppni lokinni var boðið upp á veitingar og létt spjall. Við þökkum öllum þeim sem mættu kærlega fyrir komuna og dómurum fyrir þeirra vinnu, sem var ansi krefjandi þar sem keppendur voru hver öðrum betri.

Úrslit keppninnar voru eftirfarandi:

  1. sæti, Lena María Magnúsdóttir frá Grunnskólanum í Vestmannaeyjum
  2. sæti, Hákon Þór Kristinsson frá Laugalandsskóla í Holtum
  3. sæti, Hafdís Laufey Ómarsdóttir frá Grunnskólanum Hellu

Til hamingju krakkar.

Hér má sjá fleiri myndir frá keppninni

-EH