Það er dýrmætt að eiga góðan húsvörð. Hann Fúsi okkar er alltaf reiðubúinn að rétta starfsfólki og nemendum hjálparhönd. Hann var heldur betur bóngóður þegar þriðji bekkur bað hann að aðstoða sig við að saga út sverð og skildi fyrir atriði bekkjarins á vorhátíðinni í apríl. Nemendur og starfsfólk bekkjarins þakkaði Fúsa kærlega fyrir og færðu honum páskaegg, sumarkveðju og hópknús.
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað