Tónleikar

Nemendum í 1.-4. bekk var boðið á frábæra tónleika í dag þar sem Sinfóníuhljómsveit Suðurlands kom fram undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Lesari var Friðrik Erlingsson. Aðalverk tónleikanna heitir Lykillinn. Það er tónverk eftir Tryggva M. Baldvinsson við ævintýri eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson. Félagarnir Benni og Snati eru aðal persónur sögunnar. Það er alltaf gaman að fá góða gesti í heimsókn og þökkum við þeim öllum kærlega fyrir komuna.

myndir

myndband