Trjáplöntun í Melaskógi

Í fjölda ára höfum við haldið í þá hefð að nemendur Grunnskólans Hellu planti trjám í Melaskógi á vordögum. Síðastliðinn þriðjudag fóru vinabekkir saman í þetta árlega verkefni í blíðskaparveðri. Plönturnar fengum við hjá henni Siggu okkar á Kaldbak. Við þökkum Siggu og Skógrækt Rangæinga kærlega fyrir að útvega okkur plöntur svo við getum haldið í þessa skemmilegu hefð.

Hér má sjá myndir frá gróðursetningunni

-EH