Trjáplöntun í Melaskógi

Þriðjudaginn 16. september var hin árlega trjáplöntun í Melaskógi í blíðskaparveðri. Allir bekkir skólans taka þátt hverju sinni og er sá hátturinn á að vinabekkir fara saman. Vinabekkirnir eru 1. og 6. bekkur, 2. og 7. bekkur o.s.frv. þannig hjálpa eldri nemendur þeim yngri við trjáplöntunina og sömuleiðis leiða yngri nemendur þá eldri á göngunni í skóginn. Það er ómetanlegt að fá að vera í tengslum við náttúruna í skólastarfinu og gaman að sjá fallega skóginn okkar stækka, vaxa og dafna ár frá ári.

Hér má sjá myndir frá deginum