Úlfljótsvatn 2025

Nemendur 7. bekkjar áttu yndislega daga á Úlfljótsvatni frá 28. - 30. apríl síðastliðinn, þar sem þau tóku þátt í fjölbreyttum og spennandi verkefnum. Dagskráin var einstaklega vegleg og innihélt meðal annars jökulleika, klifur, Escape Room og bogfimi sem vöktu mikla lukku. Krakkarnir spreyttu sig á útieldun, fóru í skemmtilega skógargöngu og tóku þátt í hópeflisleikjum. Einnig fóru þau í heimsókn í Ljósafossvirkjun. Gleði og góður andi einkenndi ferðina og án efa komu þau öll til baka með ógleymanlegar minningar í farteskinu.

Hér má sjá myndir frá ferðinni