Nemendur 7. bekkjar áttu yndislega daga á Úlfljótsvatni frá 28. - 30. apríl síðastliðinn, þar sem þau tóku þátt í fjölbreyttum og spennandi verkefnum. Dagskráin var einstaklega vegleg og innihélt meðal annars jökulleika, klifur, Escape Room og bogfimi sem vöktu mikla lukku. Krakkarnir spreyttu sig á útieldun, fóru í skemmtilega skógargöngu og tóku þátt í hópeflisleikjum. Einnig fóru þau í heimsókn í Ljósafossvirkjun. Gleði og góður andi einkenndi ferðina og án efa komu þau öll til baka með ógleymanlegar minningar í farteskinu.
Hér má sjá myndir frá ferðinni
Útskálum 6-8 Sími á skrifstofu: 4887020 Netfang: grhella@grhella.is |
Skrifstofa skólans er opin á skólatíma
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 488 7020 / grhella@grhella.is / mentor.is
Fyrir leyfi til lengri tíma þarf sérstakt leyfi frá skólastjórnendum: Umsóknareyðublað