Úlfljótsvatn 2025-2026

Nemendur 7. bekkjar áttu frábæra daga á Úlfljótsvatni frá 15. - 17. september síðastliðinn. Í ferðinni tóku nemendur þátt í fjölbreyttum verkefnum eins og bogfimi, vatnasafaríi, göngu að Ljósafossvirkjun, klifri, útieldun og margt fleira. Góður andi einkenndi ferðina og var mikið hlegið og sungið. Það er óhætt að fullyrða að öll komu börnin heim með góðar minningar að ferð lokinni. Þess má geta að undanfarin ár hefur ferðin verið farin að vori en að þessu sinni var ákveðið að fara að hausti og þannig hrista hópinn saman fyrir komandi skólaár.

Hér má sjá myndir frá ferðinni