Ungar í 5. bekk - heimsókn frá 2. bekk

Eins og venjan er hér í grunnskólanum fengu 5. bekkingar að unga út hænuungum sem tókst heldur betur vel en yfir 10 ungar komu úr eggjum sínum hér. 

Að sjálfsögðu þóttu öðrum nemendum þetta jafn spennandi og 5. bekkingum og fengu hinir ýmsu bekkir að kíkja í heimsókn til 5. bekkjar að skoða þessi krútt (hænuungana sem sagt). 

Hér má sjá myndir af heimsókn 2. bekkjar ásamt því þegar Lovísa okkar sagði þeim svanasögu. Sjón er sögu ríkari -> Ungar í 5. bekk: 2. bekkur í heimsókn