Útskriftarferð 10. bekkjar

Í síðustu viku fór 10. bekkur í útskriftarferðina sína sem var vægast sagt vel heppnuð í alla staði.

Ævintýrið byrjaði á Suðurlandi með svifvængjaflugi og Zipline í Vík í Mýrdal, flúðasiglingu í Hvítá og Skylagoon í Reykjavík. Síðan var ferðinni haldið Norður á land með stoppi í litabolta á Bakkaflöt, siglingu til Hríseyjar með Sævari og Gokart á Akureyri. Ferðin endaði svo á lasertag í Smáralind. Skemmtilegur útskriftarhópur sem verður gaman að fylgjast með í framtíðinni.

Hér má sjá myndir frá ferðinni.

 -EH