Vel heppnað jólalestrarbingó

Mikil áhersla er lögð á lestur í öllum bekkjum Grunnskólans á Hellu, Mikilvægt er að þjálfun lestrar fari fram heima og að sjálfsögðu eru foreldrar fyrirmyndir barna sinna þegar kemur að lestri. Hér má sjá læsisstefnu skólans okkar.

Á bókasafni skólans okkar eru ýmsar sniðugar hugmyndir í gangi sem eru lestrarhvetjandi og ein af þeim var jólalestrarbingóið núna um síðustu jól.

Þátttaka í jólalestrarbingói Grunnskólans Hellu 2023 var góð og gaman og áhugavert að rýna í tölfræði. Hér að neðan má sjá hvaða nemendur tóku þátt í bingóinu og farið yfir tölfræðina.

Í 1.bekk tóku 2 af 17 nemendum bekkjarins þátt. Það voru þær Aþena Ýrr og Emelía Rún

Í 2.bekk tóku 8 af 14 nemendum bekkjarins þátt. Það voru þau Þröstur Freyr, Benedikt Leví, Sóldís Kara, Rúnar Atli, Brynja María, Eiður Atli Úlfur og Dagmar.

Í 3.bekk tóku 2 af 22 nemendum þátt. Það voru þau Herdís Rut og Óliver Garðar

Í 4.bekk tóku 7 af 14 nemdunum þátt. Það voru þau Jökull Orri, Daníel Breki, Hinrik Þór, Igor, Helga Björk, Wiktor Magnus og Svanhildur Ósk

Niðurstöður: Yngsta stig – (19/67) – 28,4% 

Í 5.bekk tóku 4 af 18 nemendum þátt. Það voru þau Halldór Darri, Rahila Sara, Heiðdís Björk og Elías Teo.

Í 6.bekk tóku 3 af 11 nemendum þátt. Það voru þau Elísabet Mjöll, Dóra María og Elmar Breki.

Í 7.bekk tók 1 af 19 nemendum þátt en það var Martyna.

Niðurstöður: Miðstig – (8/48) – 16,7% 

Í 8.bekk tóku 0 af 15 nemendum þátt.

Í 9.bekk tók 1 af 11 nemendum þátt. Það var Ómar Azfar.

Í 10.bekk tók 1 af 7 nemendum þátt. Það var hann Kristinn Andri.

Niðurstöður: Elsta stig – (2/33) – 6,1%

Allur skólinn – (29/148) – 19,6% sem þýðir að tæplega fimmtungur nemenda skólans kláraði jólalestrarbingóið. Til hamingju með ykkur og vel gert! Stefnum að því að hækka þetta hlutfall að ári :)