Viðburðadagatal nemendaráðs haust 2025

Öflugt félagslíf er við Grunnskólann Hellu en hér má sjá alla skipulagða viðburði til áramóta. Fyrsta uppbrotið er gulur föstudagur þann 12. september.
Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins að gulur september auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Guli dagurinn er í dag 10. september og að því tilefni ætla nemendur að mæta í gulu föstudaginn 12. september.