Vorferð 8. & 9. bekkjar 2023

8. og 9. bekkur fóru í spennandi vorferð þar sem þau fengu að fara inn í íshelli í Kötlujökli sem er í Mýrdalsjökli. 

Endilega kíkið á þessar einstöku myndir þaðan -> Vorferð 8. & 9. bekkjar 2023

Þegar komið var úr íshellinum reyndist veðrið ekki í hag nemenda, sem ákváðu þá í sameiningu að borða nestið sitt bara inni í hlýjunni (þurr) í bílnum. Að lokum var haldið heim á leið eftir vægast sagt ævintýralegt ferðlag í  Kötlujökli!