Vorferð miðstigs 2023

Vorferð miðstigs var heldur betur vel heppnuð en nemendur og kennarar lögðu leið sína í hinn frábæra Mosfellsbæ! 

Þar fóru nemendur í sund í Lágafellslaug sem skartar hinum ýmsu rennibrautum og héldu síðan þaðan í grillaðar pulsur úti í sólinni á Stekkjaflöt í Mosfellsbæ. 

Að því loknu var haldið af stað í keilu í Egilshöll og þar fengu nemendur einnig ís. 

Endilega skoðið myndaflóðið úr þessari vel heppnuðu vorferð!                 -> Vorferð miðstigs 2023