Vorið er komið

 

Nú fer að líða að skólalokum og nemendur brátt horfnir úr skólastofum og út í sumarið. Námsmati og vorferðum fer senn að ljúka. 

Síðasti skóladagur samkvæmt stundatöflum er föstudaginn 24. maí. Þá verður farið í Melaskóg þar sem við plöntum trjám eins og venja hefur verið í mörg ár. Rétt er að minna á að allir komi með fatnað eftir veðri. Reiknum með að allir komi með nesti með sér.  

Við ljúkum skóladegi með því að allir borða saman grillmat við íþróttahúsið. Skólabílar munu aka frá skólanum milli kl. 12:00 – 12:30.

Föstudagurinn 24. maí er síðasti dagur skólaheimilisins þetta skólaárið.

Starfsdagur er mánudag 27. maí og því ekki skóli.

Skólaslit verða 28. maí kl. 11:00 í íþróttahúsinu.

 

                           GLEÐILEGT SUMAR