Vorskóli 4. og 11. maí

Við fengum góða gesti í heimsókn miðvikudagana 4. og 11. maí sl. en það var skólahópur Heklukots. Þeir komu í árlegan vorskóla til Valgerðar og Hjördísar þar sem þeir æfðu sig á skemmtilegum verkefnum, hlustuðu á sögu og sungu nokkur lög. Krakkarnir voru glaðir og kátir og hlakka til að koma í skólann í haust.

Myndir