Wipeout vika í íþróttum

Endurmenntun kennara er lykilatriði í að tryggja gæði og fjölbreytni í kennslu. Með reglulegum endurmenntunarnámskeiðum eykst þekking og færni kennara og geta þeir, í kjölfar slíkra námskeiða tileinkað sér nýjar kennsluaðferðir, tækninýjungar, leiki og margt fleira. 

Á endurmenntunarnámskeiði íþróttakennara í haust lærðu þeir marga nýja leiki og var einn þeirra "wipeout". Í íþróttum er hver vika tileinkuð ákveðnu þema. Í síðustu viku var bandý, í næstu viku er fótbolti og í þessari viku er wipeout. Leikurinn hefur heldur betur vakið mikla lukku alveg frá 1. bekk upp í 10. bekk.  

Hér má sjá myndband af 7. og 8. bekk í wipeout. 

Hér má sjá myndband af 1. bekk í wipeout.