Móttökuáætlun

Í Grunnskólanum á Hellu er lögð áhersla á að taka vel á móti nýjum nemendum . Þetta er m.a. gert með því að kynna fyrir þeim og foreldrum þeirra skólahúsið s.s.helstu kennslustofur, gönguleiðir, fatahengi, mötuneyti, innganga o.fl. Auk þess eru nemendur og foreldrar þeirra upplýstir um lykilþætti skólastarfsins, bæði þá námslegu og þá félagslegu en skólinn starfar eftir hugmyndafræði ,,Skóli án aðgreiningar". Kynningar eins og hér hefur verið lýst fara fram með formlegum hætti hvort heldur sem nemendur hefja skólagöngu sína að hausti eða á einhverjum öðrum tíma skólaársins.
Um móttökuáætlanir

Móttökuáætlun fyrir erlenda nemendur
Móttökuáætlun fyrir nemendur í 1. bekk
Móttökuáætlun fyrir nýja nemendur