Byggðasamlagið Oddi bs annast rekstur Grunnskólans á Hellu. Skólahverfi Grunnskólans á Hellu nær yfir svæðið frá mörkum sveitarfélagsins í austri að Ytri Rangá í vestri, auk þess teljast Þykkvibær og bæirnir í Bjóluhverfi og á Ægissíðu til skólahverfisins.
 
						 
 
 
 
 
 
 
 
