Árlega busaballið okkar var haldið hér í skólanum til að bjóða 8unda bekk velkominn á elsta stig skólans.
Það var mikið fjör og farið var í stólaleik o.fl.
Busar fóru sáttir heim sem og aðrir nemendur.
Sjón er sögu ríkari -> Busaball 2023
Yngsta stigið okkar hélt af stað í leiðangur upp á Stóra Dímon og í Þorsteinslund í haustferðinni að þessu sinni.
Veðrið lék um nemendur og af sjálfsögðu heppnaðist ferðin frábærlega! :)
Nemendur skemmtu sér konunglega eins og myndirnar hér sýna ...
Miðstigið okkar fór einnig í frábæra haustferð en að þessu sinni var haldið á Þingvelli og síðan lá ferðin á Laugavatn að skoða Laugavatnshelli.
Veðrið var æðislegt eins og sést á meðfylgjandi myndum
-> Haustferð miðstigs 2023